101 Reykjavík
Þó Reykjavík sé minni en flestir vilja játa og miðbærinn beinlínís dvergvaxinn, bætir borgin það upp með villtu næturlífi. Umkringdur fáklæddu holdi, reyk og hækkandi hitastigi er auðvelt að gleyma því að úti bíður heimskautaveðráttan í póstnúmerinu 101 Reykjavík. Ekki svo að skilja að Hlynur, hin seinheppna söguhetja 101 Reykjavík, hafi neina hugmynd um hvar hann er staddur í lífinu. Kynferðislíf hans er lítt skiljanlegt, allra síst honum sjálfum. Eftir að Lola, sem er spænskur flamingó kennari, með lesbískar hvatir flytur inn fer fyrst að draga til tíðinda. 101 Reykjavík hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Sérstök efnistök og óhefðbundin samskipti kynjanna undir dúndrandi tónlist eiga stóran þátt í velgengni kvikmyndarinnar.
- Ár: 2000
- Land: Denmark, France, Germany, Iceland, Norway
- Genre: Drama, Comedy, Romance
- Stúdíó: Zentropa Entertainments, Filmhuset, Liberator Productions, Troika Entertainment GmbH
- Lykilorð: pregnancy, longing, unwillingly pregnant, lesbian relationship, contraception, extramarital affair, lgbt, reykjavík, iceland
- Leikstjóri: Baltasar Kormákur
- Leikarar: Victoria Abril, Hilmir Snær Guðnason, Hanna María Karlsdóttir, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson