
Brekkukotsannáll
Sagan gerist innan og utan við krosshliðið í Brekkukoti sem skilur að tvo heima. Innan krosshliðsins, í Brekkukoti, einkennist lífið af hreinlyndi, hógværð og iðni en utan þess, í Gúðmúnsensbúð, er allt hið gagnstæða og sú list sem þar á sér griðastað er ekki sönn. Hinn kyrrstæði heimur innan við krosshliðið er hins vegar á hverfanda hveli og nýr tími að halda innreið sína í Reykjavík. Brekkukotsannáll er einnig átakanleg saga um mann sem ætlar að sigra heiminn en snýr til baka sigraður. Æska Álfgríms er að vissu leyti endurtekning á æsku Georgs Hanssonar - Garðars Hólm - og líf Álfgríms kann allt eins að verða líkt og harmleikur Garðars. Álfgrími er í lófa lagið að fara að dæmi Georgs Hanssonar og taka við ávísun frá Gúðmúnsensbúð. Hann getur líka valið að hafa með sér arfleifðina úr Brekkukoti og þau gildi sem þar eru í heiðri höfð. Framtíð hans veltur á því hvorn kostinn hann kýs sér.
- Ár: 1973
- Land: Sweden, Germany, Iceland, Denmark, Norway
- Genre: Drama
- Stúdíó: RÚV, DR, NDR, Sveriges Radio
- Lykilorð: based on novel or book
- Leikstjóri: Rolf Hädrich
- Leikarar: Árni Árnason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Regína Þórðardóttir, Þóra Borg Einarsson, Sigríður B Bragadóttir, Róbert Arnfinnsson